Ellidi.is logo

Kalla­ var eftir ÷­rum fundi sem fjalla­i um hi­ nřja skip og breytingar ß h÷fninni

FramtÝ­in - Opinn fundur um samg÷ngur ß sjˇ (seinnihßlfleikur)

Kynna endanlega h÷nnun nřrrar Vestmannaeyjaferju og ■rˇun hafnarinnar

17 maí 2017

Á stórgóðum borgarafundi um samgöngur sem haldinn var af frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar þingmanns og héraðsfréttamiðlanna Eyjafréttum og Eyjar.net kom upp sterk krafa um að halda þyrfti sem fyrst annan fund um samgöngur og horfa þar til framtíðar, ræða nýja ferju og þróun Landeyjahafnar.  Einhverjir fundarmenn orðuðu það svo að fundurinn í seinustu viku hafi verið góður fyrri hálfleikur.

Með þetta í huga hófst strax undirbúningur að seinni hálfleik og hefur það nú orðið að ákvörðun að halda slíkan fund á miðvikudaginn eftir viku, sem sagt 24. maí, kl. 17:30 í Höllinni.  Sem fyrr segir verður þar gerð tilraun til að líta af baksýnisspeglinum og horfa fram á veginn.  Höfuðáhersla verður lögð á að kynna hið nýja skip sem nú er byrjað að smíða og þróun Landeyjahafnar.

 Þannig mun Jóhannes Jóhannesson skipaverkfræðingur kynna endanlega hönnun á nýrri Vestmannaeyjaferju og m.a. fara yfir hvernig búast megi við að hún standist þær kröfur sem til hennar eru gerðar um siglingar við allt að 3,5 metra ölduhæð í Landeyjahöfn, siglingar í Þorlákshöfn og margt fl. 

Þá mun fulltrúi Vegagerðarinnar kynna stöðu Landeyjahafnar og þróun hennar frá því að hún var opnuð árið 2010.  Farið verður yfir rannsóknir þar að lútandi og væntanlegar framkvæmdir sem eiga að geta auðveldað nýtingu hafnarinnar á heilsársgrundvelli.

Meðal gesta verður Jón Gunnarsson innanríkisráðherra sem mun ávarpa gesti, Friðfinnur Skaptason formaður stýrihóps um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju og ýmsir fleiri sem gegna ábyrgðahlutverki í samgöngum á sjó við Vestmannaeyjar.  

Allir stærstu sigrar Vestmannaeyja hafa frá upphafi verið byggðir á bjartsýni og kjarki.  Í ótal skipti hefur útlitið verið dökkt en það er ekki Eyjamanna siður að röfla og gefast upp.  Andi Eyjamanna er að takast á innbyrðis en koma síðan sameinuð til baráttunnar út á við, Vestmannaeyjum til heilla.  Nú er komið strik í sandinn hvað samgöngur varðar og Eyjamenn ætlast til að allt verði gert til þess að tilkoma nýrrar Vestmannaeyjaferju verði samfélaginu til góðs. 

 

Með það að veganesti er skorað á bæjarbúa að fjölmenna til seinni hálfleiks, fá svör við brennandi spurningum og koma óskum og ábendingum beint og milliliðalaust til þeirra sem með málið fara.