Ellidi.is logo

Krafan er skřr; ■a­ ß a­ veita fŠ­ina■jˇnustu Ý Vestmannaeyjum og vÝ­ar Ý landsbygg­unum

FŠ­inga■jˇnusta er ˇvi­unandi Ý landsbygg­unum

Myndband

8 desember 2017

 Fyrir mér eru Vestmannaeyjar paradís á jörðu.  Náttúran, fólkið, menningin, sagan, krafturinn samstaðan og svo margt fleira jarðtengir mig og lætur mig fljúga í senn.  Samt er það svo að tveir hornsteinanna eru ekki í lagi, samgöngur og heilbrigðisþjónusta.  Ég er afar bjartsýnn á að á næsta ári tökum við stórt skref hvað samgöngur varðar sem síðan mun leiða af sér enn fleiri slík í átt að betra ástandi.  Út af borðinu standa þá heilbrigðismálin og þá sérstaklega fæðingaþjónustan. 
 Myndbandið er hægt að nálagst hér:

 

 

Tilflutningur á kostnaði
Tilgangurinn á bak við breytingar á fæðingaþjónustu er ekki hvað síst að ná niður kostnaði hins opinbera.  Það vill þá e.t.v. gleymast að í raun er bara um tilflutning á kostnaði að ræða frá ríki til verðandi foreldra.  Kostnaður við ferðalög og biðina á fæðingarstaðnum er oft verulegur.  Ekki er ólíklegt að kostnaður við fæðingu, ferðalög, vinnutap og fl. hlaupi á hundruðum þúsunda og þaðan af meira.  Sér er nú hver gjöfin til verðandi foreldra.  Þar við bætast áhyggjur af ferðalaginu aftur heim og aðlögun fjölskyldunnar, sérstaklega eldri barna að eðlilegu lífi eftir heimkomuna tekur á. Hvað sem líður öllum Excelskjölum og flæðiritum þá er ljóst að fæðing fjarri heimabyggð valdur kvíða og streitu hjá barnshafandi konum auk töluverðrar röskunar á lífi fjölskyldunnar og mikils kostnaðar.

Samfélagslegt mikilvægi
Áhrifin eru þó víðtækari.  Fram hefur komið að skortur á þjónustu við konur í barneignaferlinu hefur almenn áhrif á dreifbýli. Gildi þess að hafa fæðingarþjónustu eru sennilega meiri fyrir samfélagið sjálft en margir gera sér grein fyrir. Það skiptir að mati þeirra sem best þekkja til miklu fyrir samfélagið að fæðingar séu hluti af lífinu þar. Að samfélagið sé samfella frá vöggu til grafar.  


Manneskjusýn
Svo mikið er víst að það er ekki í samræmi við manneskjusýn Eyjamanna að þessi mikilvægi þáttur lífsins verði frá þeim tekinn og í staðinn sett á fót læknisfræðilegt kassalagað kerfi sem aðskilur verðandi foreldra frá fjölskyldum sínum.

Við Eyjamenn verðum að berjast áfram fyrir þessum sjálfsögðu réttindum.  Þar leika þingmennirnir okkar lykilhlutverk.