Ítrekað verði bent á þörfina fyrir úrbætur.
Verða menningar- og náttúruverðmæti í Herdísarvík fyrir óbætanlegum skaða í komandi óveðri?
13 febrúar 2020
Ég hef í langan tíma verið áhugamaður um Einar Ben., líf hans, og skáldskap. Einn af uppáhaldsstöðum mínum hér á landi er því Herdísarvík hér í Ölfusi og bær sá er Einar byggði og dvaldi í seinustu ævi ár sín.
Sveitarfélagið og velunnarar sögu Einars hafa ítrekað bent á þessa hættu en illu heilli hefur hvorki ríkið sem eigandi jarðarinnar og hússins, né Vegagerðin haft tök á að grípa til aðgerða svo sem að auka grjótvörn og sinna viðhaldi á húsinu.
Enn eitt óveðrið verðum við því að vona hið besta. Með hverju óveðrinu sem við bætist aukast líkurnar á óbætanlegum skaða. Það er mikilvægt að fyrr en seinna axli ríkið þá ábyrgð sem því fylgir að gæta að náttúru- og menningarverðmætum eins og þarna eru.
