Almennt
Réttlætir árásir öfga vinstrimanna á þinghús á Íslandi en fordæmir árásir öfga hægrimanna á þinghús í Washington.
Virðist samhliða falla frá kröfu um að niðurstaða kosninga til stjórnlagaþings verði lögð til grundvallar breytinga á stjórnarskránni
13 janúar 2021
Reiðin réttlætir aldrei ofbeldi
Árás á lýðræðið á Íslandi og Bandaríkjunum
Nú boða talsmenn Stjórnarskrárfélagsins byltingu þar sem yfirtaka skal Alþingi og breyta leikreglum samfélagsins
10 janúar 2021
Það hvorki datt af honum né draup. Hann kvartaði aldrei.
Munurinn á okkur afa
Vann sín verk af samviskusemi í sátt við guð og menn.
27 nóvember 2020

Kanna mögulegan háhita til rafmagnsframleiðslu í Ölfusi með 100 MW virkjun í huga.
Reykjavík Geothermal og Sveitarfélagið Ölfus hafa komist að samkomulagi
Fyrst og fremst horft til nýtingar orkunnar innan Sveitarfélagsins Ölfuss
28 ágúst 2020
Örþing í Ölfusi
Við verðum að framleiða okkur út kreppunni sem er að koma
Það eru tækifæri til stórsóknar í matvælaframleiðslu. Það sem til þarf er vilji ríksins
26 ágúst 2020
Í gær fór fram örþing í Ölfusi undir nafninu „Matvælaframleiðsla á krossgötum“. Þar kynntu forsvarsmenn matvælafyrirtækja í Ölfusi stöðu sinna fyrirtækja og vörpuðu ljósi á þau miklu tækifæri sem Ísland á, þegar kemur að matvælaframleiðslu. Með framtakinu vilja Sveitarfélagið Ölfus og Þekkingarsetur Ölfus horfa til þess að matvælaframleiðsla verði nýtt sem ein helsta leiðin út úr þeirri kreppu sem fylgir COVID faraldrinum.
Skipið Mistral hefur siglingar til Þorlákshafnar
Enn styrkist staða Þorlákshafnar.
Smyril Line bætir við sig sjötta skipinu og bætir siglingum til Noregs við leiðakerfið
28 júlí 2020

::hlutfall almenna vinnumarkaðarins er orðið undir 40%
Allir eru ósáttir, allir þurfa meira
::stefnur 300 milljarða halla ríkissjóðs
22 april 2020
Í kær kynnti ríkisstjórn víðtækar aðgerðir ætluðum að sporna við áhrifum kórónuveirunnar á atvinnulíf og þjóðlíf. Umfang þeirra er metið á 60 milljarða króna og koma til viðbótar þeim aðgerðum sem kynntar voru fyrir um mánuði. Aðgerðarpakkinn er því kominn nálægt 300 milljörðum. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Það er eðlilegt. Margir eru í miklum vanda, allir telja sig þurfa meira og án vafa hafa þeir allir rétt fyrir sér.
Ítrekað verði bent á þörfina fyrir úrbætur.
Verða menningar- og náttúruverðmæti í Herdísarvík fyrir óbætanlegum skaða í komandi óveðri?
13 febrúar 2020
Ég hef í langan tíma verið áhugamaður um Einar Ben., líf hans, og skáldskap. Einn af uppáhaldsstöðum mínum hér á landi er því Herdísarvík hér í Ölfusi og bær sá er Einar byggði og dvaldi í seinustu ævi ár sín.
Eyjamenn sýndu styrk og æðruleysi og nutu samfélagslegs stuðnings til uppbyggingar.
47 ár frá upphafi gosins í Vestmannaeyjum
Nú þarf Flateyri slíkan stuðning
23 janúar 2020
Orðið er fullt af hroka og ber með sér trúarlega afstöðu frekar en rökhyggju
Orðið "afneitunarsinni" er ljótt
Ert þú með tillögu að betra orði?
9 desember 2019
Ólíkt flestum sem tjá sig um málefni Samherja hef ég í lent í sterkum átökum við það félag.
Eru sjávarbyggðir í "hreðjatökum" útgerðafélaga?
Reiðin hefur náð tökum á vinstrimönnum.
16 nóvember 2019
Í fjölmiðlum í dag segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, að Samherjaskjölin sýni að sjávarútvegsfyrirtækin hafi of sterk tök á bæjarfélögum. Að þau séu með hreðjatak á þeim (sjá hér). Með því eru líkur leiddar að því að bæjarfulltrúar og bæjarstjórar séu undir hælnum á fyrirtækjunum. Þetta er í mínum huga verulega undarlegt viðhorf til sjávarbyggða og til marks um að vonskan sé að ná yfirhönd í umræðunni.
Núna þegar rétt um mánuður er eftir af öðrum áratug þessarar aldar styttist samhliða í að ég hafi verið viðloðandi stjórnmál, og þá sérstaklega sveitarstjórnmál, í tvo áratugi. Allan þann tíma í sjávarbyggð. Á þessum tíma hef ég átt í margskonar samskiptum við sjávarfyrirtæki sem og aðra.
Hanarnir fljótir á hauginn
Þarf að hækka skatta á Íslandi og breyta stjórnarskránni til að bregðast við mögulegum brotum alþjóðafyrirtækis í Namibíu?
Málið lítur út fyrir að vera alvarlegt og þarf nálgun í samræmi við það.
13 nóvember 2019
Fiskeldi er í dag verðmætara en loðnuveiðar
Íslendingar eiga mikil tækifæri í matvælaframleiðslu og þá ekki síst í fiskeldi
Stjórnvöld þurfa að taka afstöðu með þessari mikilvægu útflutningsgrein
11 nóvember 2019
Skv. Samfélagagsskýrslu Íslandsbanka 2016 voru konur 64% af starfsmönnum bankans.
Íslandsbanki gegn karlmönnum og plasti
Á landsbyggðinni eru konur 74% af starfsmönnum Íslandsbanka.
24 október 2019
Fulltrúar Íslandsbanka stigu fram í morgun og lýstu því yfir að bankinn muni hætta viðskiptum við þá fjölmiðla sem ekki standast tiltekin skilyrði sem snúa að kynjahlutfalli hvað varðar þáttagerðamenn og viðmælendur. Þetta gerir bankinn að sögn í þágu jafnréttismála.
Nú er það svo að allir, eða að minnsta kosti vel flestir, telja sig talsmenn jafnréttis. Ekki verður þó hjá því litið hér er langt seilst í baráttunni...
Mikil ásókn í lóðir í Ölfusi
Lóðir fyrir 32 íbúðir fóru á tveimur dögum
Til skoðunar að fara beint í næsta áfanga nýs hverfis
15 október 2019

Um 80 íbúðir á 2 árum
Á seinustu árum hefur mikið verið byggt í Ölfusi, og þá sérstaklega í Þorlákshöfn. Lætur nærri að undanfarin 2 ár hafi framkvæmdir hafist við um 80 íbúðir og þar af eru framkvæmdir í gangi við um 40 íbúðir núna, haust 2019.
Nýjar leiðir skoðaðar í Ölfusi
Ekkert urðað, ekkert fer til spillis, umhverfisáhrif eru lágmörkuð.
Heimili í Hollandi orna sér nú við varma frá sorpi í Ölfusi
9 október 2019

Forysta Framsóknar á leið í andstöðu við orkupakkann
Situr Sjálfstæðisflokkurinn uppi með Svarta Pétur?
Ritari Framsóknarflokksins vill OP3 í sameiginlegu EES nefndina
15 ágúst 2019
Sjálfstæðisflokkurinn á að fara fremstur í flokki þeirra sem berjast fyrir réttindum homma og lesbía.
Fjölbreytni þrífst best í frjálsu samfélagi
Það samræmist ekki grundvallar afstöðu þeirra sem trúa á frelsi einstaklingsins að fordæma hneigðir eða val annarra.
8 ágúst 2019

Ég skrifaði fyrir stuttu pistil um að rasismi og sú trú á einstaklinginn sem einkennir hægrimenn geti aldrei farið saman. Annað hvort verður undan að láta. Annaðhvort virðum við einstaklinginn og frelsi hans eða ekki. Þar verður ekki bæði haldið og sleppt. Allt hið sama á við um viðhorfið til samkynhneigðar. Það samræmist einfaldlega ekki grundvallar afstöðu okkar hægrimanna sem trúum einlæglega á frelsi einstaklingsins að fordæma val þeirra, hneigðir eða vilja. Þannig á
Sönn hægrimennska rúmar ekki rasisma
Smurolía og majónes
Rasismi er hluti af hóphyggju (collectivism) sem er andstæð einstaklingshyggjunni.
6 ágúst 2019
Baudenbacher sagði EES samninginn brjóta gegn stjórnarskrá Íslands
Hvenær hlustar maður á mann og hvenær hlustar maður ekki á mann?
Er ekki rétt að staldra við?
31 júlí 2019
Á vordögum kom hingað til lands, á vegum ríkisins, merkilegur maður að nafni dr. Carl Baudenbacher. Sá mikili kappi er fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins og var hann hingað kominn til þess að gera grein fyrir álitsgerð sinni um þriðja orkupakkann fyrir utanríkisráðuneytið.
Þingmenn og ráðherrar létu mikið með álit hans enda hann sérstakur sérfræðingur á þessu sviði. Hans mat var að það væri ekki annað réttlætanlegt en að íslensk stjórnvöld innleiddu Orkupakkann.
Það sem mér hefur helst þótt athyglisvert er að þessi álitsgerð er langt því frá það eina sem þessi kappi hefur sagt um alþjóðasamninga Íslands. Árið 2007 sagði þessi sami sérfræðingur nefnilega að EES samningurinn (sá sem liggur til grundvallar Orkupakka 3) sé yfirþjóðlegur samningur og brjóti því gegn stjórnarskrá Íslands.