Ellidi.is logo

Almennt

Saga GÝsla J. Johnsen er saga hugrekkis og breytinga

Ůa­ ■arf kjark til a­ breyta

═ framtÝ­inni felast tŠkifŠri ef vi­ h÷fum ■or og framsřni til a­ nřta ■au.

18 nóvember 2017

Nafn Gísla J. Johnsen er samtvinnað sögu Vestmannaeyja.  Hann var hér fæddur 10. mars 1881.  Með verslun sinni og útgerðarrekstri átti hann stóran þátt í að bæla niður þá einokun sem hafi legið sem mara á Eyjamönnum í mannsaldir.  Það var þó bara byrjunin á ævintýranlegri uppbyggingu Gísla.  Eins og allir sem þora að gára vatnið var Gísli umdeildur og oft reyndist honum erfitt að glíma við neikvæðni samfélagsins og óttann við breytingar. 

8 nóvember 2017

Í gær var dýpið í Landeyjahöfn mælt.  Eftir skítabrælu á sunnudaginn og þungan sjó átti maður allt eins von á því að dýpið væri orðið of lítið.  Ölduhæð þennan tíma fór í allt að 6 metra og hamagangurinn ógnvænlegur.  Þök rifnuðu af húsum hér í Eyjum og björgunarsveitir áttu annasaman tíma.  Það var því ánægjulegt að sjá niðurstöðu mælingar frá því eftir hádegið í gær sem sýnir að dýpið í Landeyjahöfn er heilt yfir með því besta sem verið hefur.

SmÝ­atÝmi ferjunnar nřttur til a­ gera breytingar ß h÷fninni

Breytingar ger­ar ß Landeyjah÷fn

Unni­ a­ rannsˇknum a­ enn stŠrri breytingum

31 október 2017

 Fátt, ef eitthvað er meira rætt í Vestmannaeyjum en samgöngur.  Því miður hafa bábiljur og bullsögur verið hvimleiður fylgifiskur þessara umræðna.  Enn eru þeir til sem telja að hin nýja ferja geti ekki siglt í Þorlákshöfn, að ekkert verði gert hvað varðar breytingar á Landeyjahöfn og jafnvel að ný ferja sé hreint ekkert í smíðum.  Líklegt er að upplýsingaflæði í þessu mikilvæga máli hafi ekki verið nægilegt og því bálbiljunar fengið að lifa.  Í þessum stutta pistli langar mig að gera grein fyrir því hver staðan er núna og hvað breytingar verið er að vinna að á Landeyjahöfn.
 

Sta­an n˙na - 17. okt

Samg÷ngur ß sjˇ

Nřjar myndir af nřja Herjˇlfi

17 október 2017

Nú þegar komið er fram yfir miðjan október er Landeyjahöfn enn opin, sem betur fer.  Allir þekkja hversu mikilvægt það er fyrir okkur Eyjamenn og gesti okkar enda fylgja þessu ekki bara aukin tækifæri í ferðaþjónustu, viðskiptum með sjávarafurðir og fl. heldur er þetta stór hluti af almennum lífsgæðum íbúa.  Samgöngur skipta okkur hreinlega öllu og því mikilvægt að bæjarbúar hafi á öllum tímum sem mestar og bestar upplýsingar.  Í þessu pistli ætla ég að segja frá stöðunni hvað varðar samgöngur á sjó og reyna svo fljótlega að segja fá stöðunni hvað flug varðar.
 

4 október 2017

Eins og komið hefur fram vinnur Vestmannaeyjabær nú að samkomulagi við Samgönguráðuneytið um yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Vestmannaeyjaferju.  Verkefnið er í senn gríðalega viðamikið og mikilvægt.
 
Nú þegar hafa verið haldnir 3 undirbúningsfundir og sá fjórði er á morgun.  Einlægur vilji er til að ná þessu saman og til að svo megi verða þarf að vanda gríðalega til undirbúnings.

VestmannaeyjabŠr leig­i dřpkunarskipi­ um helgina

Sta­an n˙na

Mynd af nřjustu mŠlingunni og fl.

2 október 2017

Eins og komið hefur fram leigði Vestmannaeyjabær dæluskipið Galilei núna um helgina.  Hægt er að lesa um það hér í frétt Eyjafrétta (umfjöllun Eyjafrétta). Var það gert til að höggva á ákveðinn hnút og reyna að opna höfnina sem fyrst.
 
Dýpkunin gekk vel og ljóst að dýpkunarskipið sem verið er að nýta í þetta er afar gott rétt eins og áhöfnin sem er almennt með áratuga reynslu af störfum sem þessum um allan heim

HelvÝtis fokking fokk

Herjˇflur fˇr bila­ur og kemur jafn bila­ur

Vi­ ver­um a­ taka ■ennan rekstur yfir

22 september 2017

Sem sagt, núna er staðan þessi eftir því sem ég kemst næst:

Herjólfur er í slipp í Hafnafirði.  Búið er að taka upp gírinn.  Því miður er varahluturinn hinsvegar ekki á leið til landsins.  Næsta skref er því að loka gírnum og sigla Herjólfi aftur til Eyja, jafn biluðum og hann var.
Til landsins kom skip sem heitir „Röst“.  Ágætis skip, nánast eins og Herjólfur.  Eini munurinn hvað haffæri varðar er hlið sem sett var í Herjólf fyrir nokkrum árum en er ekki í Röstinni.  Þess vegna má hún ekki sigla í Þorlákshöfn. 

Freista ■ess a­ semja um leigu ß skipun

Vegager­in leitar allra lei­a til a­ tryggja gott afleysingaskip fyrir Herjolf

VestmannaeyjabŠr Ýtrekar mikilvŠgi ■ess a­ skipi­ geti ■jˇnusta­ Ý bß­ar hafnir

5 september 2017

Seinustu daga og vikur hefur Vestmanneyjabær átt í samskiptum við Vegagerðina vegna afleysinga fyrir Herjólf núna í haust þegar skipið fer í framhaldsviðgerð í kjölfarið á slipptöku núna í haust.  Í þessum samskiptum höfum við ítrekað þá afstöðu Vestmannaeyjabæjar að mikilvægt sé að sú ferja sem ætlað verði að hlaupa í skarðið verði með haffæri til siglinga bæði í Landeyjahöfn og Þorlákshöfn.  Þá höfum vði einnig ítrekað þann vilja okkar að ekki verði tekið annað skip af öðrum samfélögum enda þekkjum við Eyjamenn mikilvægi þess að sú þjónusta sem ferjur veita séu ekki skertar.

Komin heimild til innflutnings ß hv÷lum

Gˇ­ar frÚttir

Mikil tŠkifŠri fyrir Vestmannaeyjar

21 ágúst 2017

Nú fyrir skömmu bárust okkur þær góðu fréttir að Umhverfisstofnun myndi veita okkur hjá Vestmannaeyjabæ og samstarfsaðila okkar, Merlin entertainment, heimild til innflutnings á þeim hvölum sem við höfum unnið að því að flytja frá Kína til Vestmannaeyja.
 

Enn bŠtist Ý flˇruna

Eyjabݡ fer vel af sta­

Saga kvikmyndasřninga Ý Vestmannaeyjum er l÷ng og farsŠl

23 júní 2017

 Eftir langt hlé er nú aftur hafinn rekstur kvikmyndahúss í Vestmannaeyjum.  Fyrstu skrefin lofa góðu og á þeim stutta tíma sem er liðinn frá því að Eyjabíó opnaði hafa á annað þúsund gestir sótt það heim. 

Ůa­ ■arf amk. tvŠr ferjur til a­ ■jˇnusta Vestmannaeyjar

Athyglisver­ tilraun me­ tvÝbytnu

Vi­kvŠmari fyrir hßrri ÷ldu

16 júní 2017

 Ég var svo lukkulegur að vera boðið í ferð í Landeyjahöfn með tvíbytnunni „Akranes“ sem Eimskip hefur leigt í 6 mánuði til siglinga milli Reykjavíkur og Akraness.  Ferðin gekk í alla staði vel og ljóst að þessi farþegaferja er öflug og með góða stjórnhæfni.  Ég hef alla trú á því að ekki líði um langt þar til bátur sem þessi hefji siglingar með farþega milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar í viðbótar við hinn ríksrekna Herjólf.

Kalla­ var eftir ÷­rum fundi sem fjalla­i um hi­ nřja skip og breytingar ß h÷fninni

FramtÝ­in - Opinn fundur um samg÷ngur ß sjˇ (seinnihßlfleikur)

Kynna endanlega h÷nnun nřrrar Vestmannaeyjaferju og ■rˇun hafnarinnar

17 maí 2017

Á stórgóðum borgarafundi um samgöngur sem haldinn var af frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar þingmanns og héraðsfréttamiðlanna Eyjafréttum og Eyjar.net kom upp sterk krafa um að halda þyrfti sem fyrst annan fund um samgöngur og horfa þar til framtíðar, ræða nýja ferju og þróun Landeyjahafnar.  Einhverjir fundarmenn orðuðu það svo að fundurinn í seinustu viku hafi verið góður fyrri hálfleikur.

Nˇg komi­ af kyrrst÷­u

LÝtil mynd, en stˇr tÝ­indi

SamfÚlagi­ hÚr Ý Eyjum ■arf ß ■vÝ a­ halda a­ samg÷ngur ver­i fŠr­ar til betri vegar.

10 maí 2017

Það kann að vera að myndin hér til hliðar virki lítilfjörleg.  Í henni er engu að síður fólgið fyrsta skrefið að næsta áfanga í því að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar.  Hún sýnir fyrstu stálplötuna í nýja Vestmannaeyjaferju vera skorna niður í skipasmíðastöðinni Crist í Póllandi og reiknað er með að skrokkurinn verði settur saman í haust.  Gangi allt eftir verður ný Vestmannaeyjaferja afhent í Póllandi 20. Júní á næsta ári og hefur siglingar fyrir þjóðhátíð á næsta ári. 

HŠkkun vir­isauka ß fer­a■jˇnustu um r˙mlega 100% kemur til me­ a­ ska­a landsbygg­irnar.

Landsbygg­irnar ■urfa ß fer­a■jˇnustu a­ halda

St÷rfum Ý sjßvar˙tvegi Ý landsbygg­unum hefur fŠkka­ grÝ­arlega, a­ hluta til tˇk fer­a■jˇnusta vi­.

9 maí 2017

Ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Hún er sú grein sem aflar okkar litlu þjóð stærsta hluta gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Hún er hinsvegar meira. Hún er líka sjálfsprottin upp úr umhverfi frumkvöðla um allt land. Hún er að mörgu leyti lík því sem var í sjávarútveginum þegar hann hélt uppi hinum dreifðu byggðum. Með öllu er óljóst hvort að ferðaþjónustan sem jarðvegur frumkvöðla lifi af breytingar þær sem ríkisstjórn boðar nú um að tvöfalda virðisaukaskattinn á hana á næsta ári. 

Kaupmßttur hÚr ß landi jˇkst a­ me­altali um 9,5% ß sÝ­asta ßri

Hagur ═slendinga er a­ vŠnkast

Hinn eini sanni j÷fnu­ur sÚ a­ tryggja ÷llum sem j÷fnust tŠkifŠri

1 maí 2017

Dagurinn í dag er tileinkaður launafólki og baráttu þeirra fyrir auknum lífsgæðum.  Sjálfsagt hefði fáum grunað hversu miklum árangri þessi barátta ætti eftir að skila þegar verkamenn fylktu liði 1. maí árið 1889 í kjölfar þings evrópskra verkalýðsfélaga í París þar sem samþykkt var að þessi dagur skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks.

BŠtt a­gengi a­ fer­amannast÷­um

UmhverfisframkvŠmdir

Myndir

30 mars 2017

Á seinustu árum hefur Vestmannaeyjabær fengið styrki til að bæta aðgengi að ferðamannastöðum víða um Eyjuna.  Styrkirnir eru hvetjandi en sjaldnast duga þeir til að standa undir framkvæmdum.  Á seinustu dögum hefur nokkuð verið rætt um hvernig þessum styrkjum hefur verið varið og jafnvel hvort þessum styrkjum hafi verið til þeirra framkvæmda sem þeir voru ætlaðir.
 
Ég vil því með þessum skrifum gera grein fyrir þeim framkvæmdum sem um ræðir:

Fatla­ir eiga a­ b˙a vi­ jafnrÚtti og sambŠrileg lÝfskj÷r og a­rir Ýb˙ar Ý Vestmannaeyjum

Fasteigna■rˇun Ý mi­bŠnum - ═ Vestmannaeyjum ß hjarta­ a­ slß fyrir alla

RekstrarhagrŠ­ing seinustu ßra nřtt til a­ efla alla ■jˇnustu.

27 mars 2017

Það sem af er þessu kjörtímabili hefur Vestmannaeyjabær lagt áherslu á að nýta rekstrarhagræðingu seinustu ára til að auka þjónustu við bæjarbúa.  Þannig var höfuðáhersla lögð á hlut barna og barnafjölskyldna sem meðal annars skilaði mikilli fjölgun á leikskólaplássum, frekari niðurgreiðslu til dagmæðra, heimagreiðslum til foreldra, tómstundastyrkjum til barna undir 16 ára auk þess sem ákveðið var að viðhalda þjónustuþáttum á borð við að veita öllum börnum gjaldfrjálst aðgengi að sundlaug og fl.
Á meðan innleiðing á þessum þjónustuþáttum gagnvart börnum og barnafólki stóð yfir var hafinn undirbúningur að stóreflingu þjónustu við aðra þjónustuhópa og þar með talið við fatlaða en mat okkar var að löngu tímabært væri að þeir þjónustuþegar fengju aukna athygli.

Sta­a siglinga ■etta vori­ - nřjasta dřptarmŠlinging

┴ n˙verandi skipi er einfaldlega ekki hŠgt a­ gera betur

18 mars 2017

Samgöngur eru og verða mál málanna á lítilli Eyju með kröftugt atvinnulíf og öflugt mannlíf.  Þegar samgöngur á sjó eru tvennskonar; annarsvegar að sigla í þrjá tíma tvisvar á dag eða í fjörutíu mínútur þrisvar til fimmsinnum á dag, þá er vilji íbúa og gesta alveg skýr.  Þeir vilja af sjálfsögðu sigla skemmri leiðina sem einnig er margfalt ódýrari. Þegar röskun verður þar á eins og seinustu daga þá er ég mikið spurður: "Afhverju er ekki verið að sigla í Landeyjahöfn".  Nú er það svo að Vestmannaeyjabær ræður engu um samgöngur.  Sú ábyrgð liggur hjá ríkinu sem síðan hefur samið við Eimskip um að sinna siglingum.  Eftir sem áður reyndi ég að afla mér upplýsinga hjá Vegagerðinni og rekstraraðilum Herjólfs með það fyrir augum að miðla þeim til íbúa.

JafnrÚtti er ekki valkvŠtt

Au­vita­ ß a­ afnema l÷g um h˙smŠ­raorlof

JafnrÚtti felur me­al annars Ý sÚr a­ l÷ggjafinn tryggi jafnan rÚtt ßn tillits til sundurgreinanlega breyta svo sem kyns, litarhßttar, tr˙ar e­a anna­.

16 mars 2017

 Alþingi hefur nú í meðförum frumvarp til draga um orlof húsmæðra þar sem lagt er til að þau verði afnumin.  Ég er því fylgjandi að svo verði gert enda er jafnrétti ekki valkvætt.  Jafnrétti felur meðal annars í sér að löggjafinn tryggi jafnan rétt án tillits til sundurgreinanlega breyta svo sem kyns, litarháttar, trúar eða annað.  Lög sem beinlínis ganga gegn þessu ber að afnema.

Frˇ­legt ef allir ■eir sem ßtt hafa samkynhneig­a reynslu v÷knu­u grŠnir einn dag

Litbrig­i nßtt˙runar, samkynhneig­ og sßlfrŠ­ilegar vangaveltur

SßlfrŠ­inni hefur ekki gengi­ vel a­ ˙tskřra ■ennan fj÷lbreytileika

13 mars 2017

  
Í hádeginu fór fram afar áhugaverð framsaga undir heitinu litbrigði regnbogans þar sem Sólveig Rós fræðslufulltrúi Samtakanna ´78 fjallaði um fjölbreytileika í samfélaginu og þá ekki síst með tilliti til samkynhneigðar.
 
Ég hef um langa hríð haft mikinn og einlægan áhuga á réttindamálum samkynhneigðra.  Bæði ræður þar að fólk mér nákomið hefur komið úr skápnum og blessunarlega valið að lifa lífi sínu eins og þau eru frekar en hvernig aðrir vildu að þau væru.  Þar við bættist að þegar ég stundaði mastersnám í sálfræði við Kaupmannahafnarháskóla deildum við hjónin íbúð með hommum sem fljótt urðu okkar bestu vinir og í gegnum þá kynntumst við „litbrigðum regnbogans“ sem einnig varð til þess að ég fékk enn aukinn áhuga á því hversu erfitt sálfræðin hefur átt með útskýringar á þessum fjölbreytileika í mennlegu eðli.