Ellidi.is logo

Réttlætir árásir öfga vinstrimanna á þinghús á Íslandi en fordæmir árásir öfga hægrimanna á þinghús í Washington.

Virðist samhliða falla frá kröfu um að niðurstaða kosninga til stjórnlagaþings verði lögð til grundvallar breytinga á stjórnarskránni

13 janúar 2021

Fjölmargir hafa réttilega bent á líkindin milli þeirra óhæfuverka sem árásirnar í þinghúsin í Washington og Reykjavík hafa.  Almenningur á Íslandi hefur eðlilega fordæmt árásirnar í Washington en af einhverjum ástæðum eru vinstrimenn enn að reyna að réttlæta ofbeldið hér á landi. Jafnvel svo mjög að baráttu fyrir nýrri stjórnarskrá sé fórnað.  Ein þeirra sem réttlæta ofbeldið er Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins. 
 

Reiðin réttlætir aldrei ofbeldi

Árás á lýðræðið á Íslandi og Bandaríkjunum

Nú boða talsmenn Stjórnarskrárfélagsins byltingu þar sem yfirtaka skal Alþingi og breyta leikreglum samfélagsins

10 janúar 2021

Hinn ömurlegi atburður í Wasingthon þar sem skríll réðst inn í þinghúsið hefur vakið heimsathygli.  Það er eðlilegt enda flestu skynsömu fólki ljós sú hætta sem lýðræðinu er búið þegar múgurinn tekur völdin í sínar hendur.  Hér á Íslandi sáum við þetta skýrt eftir fjármálahrunið þegar friðsöm og sjálfsögð mótmæli snérustu upp í ofbeldi gegn kjörnum fulltrúum, innrás í þinghúsið, árásir á lögregluna og önnur skrílslæti.  Nú boða talsmenn Stjórnarskrárfélagsins byltingu þar sem yfirtaka skal Alþingi og breyta leikreglum samfélagsins í þá átt sem þau telja heppilegri. 

Það hvorki datt af honum né draup. Hann kvartaði aldrei.

Munurinn á okkur afa

Vann sín verk af samviskusemi í sátt við guð og menn.

27 nóvember 2020

 Hann afi minn, Guðni Kristófersson, fæddist í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum árið 1903. Fyrstu skrefin tók hann á moldargólfinu í torfbænum enda komu ekki fjalir þar yfir fyrr en hann var um fermingaaldur. Hann var 11 ára þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst. Þegar henni lauk var afi 15 ára. Á þeim tíma dóu 22 milljónir manna. Afi lifði þetta af.

Kanna mögulegan háhita til rafmagnsframleiðslu í Ölfusi með 100 MW virkjun í huga.

Reykjavík Geothermal og Sveitarfélagið Ölfus hafa komist að samkomulagi

Fyrst og fremst horft til nýtingar orkunnar innan Sveitarfélagsins Ölfuss

28 ágúst 2020

Sveitarfélagið Ölfus er eitt orkuríkasta svæði á íslandi.  Þar er ríkur vilji til áframhaldandi uppbyggingar á forsendum nýtingar þessar orku á sjálfbæran og hagkvæman máta. Ölfus og Reykjavík Geothermal hafa nú komist að samkomulagi um yfirborðsrannóknir á um 65 km2 svæði í og sunnan við Bolaöldu.  Markmið rannsóknanna er að kanna mögulegan háhita til rafmagnsframleiðslu með fyrirhugaða 100 MW virkjun í huga.  

Örþing í Ölfusi

Við verðum að framleiða okkur út kreppunni sem er að koma

Það eru tækifæri til stórsóknar í matvælaframleiðslu. Það sem til þarf er vilji ríksins

26 ágúst 2020

Í gær fór fram örþing í Ölfusi undir nafninu „Matvælaframleiðsla á krossgötum“.  Þar kynntu forsvarsmenn matvælafyrirtækja í Ölfusi stöðu sinna fyrirtækja og vörpuðu ljósi á þau miklu tækifæri sem Ísland á, þegar kemur að matvælaframleiðslu.  Með framtakinu vilja Sveitarfélagið Ölfus og Þekkingarsetur Ölfus horfa til þess að matvælaframleiðsla verði nýtt sem ein helsta leiðin út úr þeirri kreppu sem fylgir COVID faraldrinum. 

 

Fullbókað var á fundinn en vegna sóttvarna þurfti að takmarka gestafjölda við 60 manns. Til viðbótar við gesti í sal hafa nú þegar rúmlega 1200 manns horft og hlutstað á fundinn í gegnum beinaútsendingu og vefupptöku á netinu.  Hægt er að nálgast upptöku hér: "Örþing í Ölfusi

Skipið Mistral hefur siglingar til Þorlákshafnar

Enn styrkist staða Þorlákshafnar.

Smyril Line bætir við sig sjötta skipinu og bætir siglingum til Noregs við leiðakerfið

28 júlí 2020

Þorlákshöfn hefur sannað gildi sitt sem lykilhöfn Íslands í Evrópusiglingum.  Sigling þaðan syttir enda siglingatímann til og frá Evrópu um hátt í sólarhring og munar um minna bæði hvað varðar tíma, fjármagn og kolefnisspor.  Nú er enn eitt skrefið tekið í átt að frekari sókn þar sem Smyril Line hefur nú bætt skipi númer sex við flotann. 

::hlutfall almenna vinnumarkaðarins er orðið undir 40%

Allir eru ósáttir, allir þurfa meira

::stefnur 300 milljarða halla ríkissjóðs

22 april 2020

Í kær kynnti ríkisstjórn víðtækar aðgerðir ætluðum að sporna við áhrifum kórónuveirunnar á atvinnulíf og þjóðlíf.  Umfang þeirra er metið á 60 milljarða króna og koma til viðbótar þeim aðgerðum sem kynntar voru fyrir um mánuði.  Aðgerðarpakkinn er því kominn nálægt 300 milljörðum.  Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Það er eðlilegt.  Margir eru í miklum vanda, allir telja sig þurfa meira og án vafa hafa þeir allir rétt fyrir sér.

  

13 febrúar 2020

Ég hef í langan tíma verið áhugamaður um Einar Ben., líf hans, og skáldskap. Einn af uppáhaldsstöðum mínum hér á landi er því Herdísarvík hér í Ölfusi og bær sá er Einar byggði og dvaldi í seinustu ævi ár sín.  

 

Ég óttast mjög að óveður það sem nú er von á geti unnið óbætanlegt tjón á bæjarstæðinu og húsinu sjálfu. Áhlaðandi verður mikill, sjávarstaða há og öldugangur verulegur. Hætta er á að aldan gangi á land með fyrrgreindum afleiðingum.


 

Eyjamenn sýndu styrk og æðruleysi og nutu samfélagslegs stuðnings til uppbyggingar.

47 ár frá upphafi gosins í Vestmannaeyjum

Nú þarf Flateyri slíkan stuðning

23 janúar 2020

Í dag eru 47 ár frá upphafi gossins á Heimaey. Þessi dagur gerir mig ætíð tilfinningasaman og við fjölskyldan höfum það sem venju að gera okkur dagamun.  Við, eins og svo margir minnumst þess  þegar jörðin rifnaði í jaðri byggðarinnar í Vestmannaeyjum og glóandi hraun vall úr.  Ég var þá fjögurra ára og sá náttúruhamfarirnar þeim augum.  Myndin sem tekin var af mér þegar ég var nývaknaður þessa örlaganótt kemur mér oft í hug.  Hún minnir mig á að að styrkur foreldra minna og æðruleysi þeirra komu í veg fyrir allan ótta.  Nóttin og komandi mánuðir voru sama merki settir. 

Orðið er fullt af hroka og ber með sér trúarlega afstöðu frekar en rökhyggju

Orðið "afneitunarsinni" er ljótt

Ert þú með tillögu að betra orði?

9 desember 2019

 Mér finnst orðið „afneitunarsinni“ ljótt og notkun þess lítt líkleg til uppbyggjandi umræðu um loftlagsbreytingar. Mér finnst þurfa nýtt orð.  Orð sem er ekki uppfullt af hroka og opnar á umræðu frekar en að loka henni. Orð sem sýnir því virðingu að loftlagsmál eru eitt stærsta áhyggjuefni samtímans. Orð sem leggur áherslu á að samtal og mannvirðingu.