Vefkrækja á loftgæðamæli í Þorlákshöfn

 

Sveitarfélagið Ölfus hefur nú komið upp vind- og loftgæðamæli í Þorlákshöfn. Er það sérstaklega gert til auka öryggi bæjarbúa ef til þess kemur að gastegundir tegndar eldgosum berast þangað með vindi.

Hægt er að nálgast rauntímamælingar sem og safngögn með því að fylgja þessari vefkrækju:


Heilnæmt andrúmsloft er mikilvæg auðlind og undirstaða góðrar heilsu og velferðar. Áhrif mengaðs andrúmslofts á heilsu koma sífellt betur í ljós og eru ákveðnir hópar taldir viðkvæmari fyrir loftmengun. Þessir hópar eru meðal annars börn, einstaklingar með astma, lungna- og/eða hjarta- og æðasjúkdóma.

 

Í eldgosum geta margs konar loftmengunarefni losnað út í andrúmsloftið og valdið mengun í andrúmslofti, úrkomu, drykkjarvatni og gróðri. Í sumum eldgosum er öskufall helsta vandamálið eins og t.d. í gosinu í Eyjafjallajökli árið 2010. Í gosinu í Holuhrauni 2014-2015 var gasmengun helsta vandamálið og í eldgosum í Heklu er askan oft mjög flúorrík sem getur skapað vandamál hjá grasbítum.

 

Á vefsíðu Umhverfisstofnunar er að finna eftirfarandi leiðbeiningar varðandi mögulega gosmengun frá eldgostum:

Almennar ráðleggingar

  • Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk.

  • Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr SO2 sem kemst niður í lungu.

  • Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni.

  • Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun. Vísindamenn og viðbragðsaðilar sem eru við vinnu nálgægt gosstöðvum þurfa að hfa tiltækar gasgrímur með kolafilter og gasmæla sem vara við hættulega háum styrk.

  • Fjær eldstöðvum er gasmengun venjulega ekki lífshættuleg en getur valdið óþægindum, sérstaklega hjá þeim sem hafa undirliggjandi sjúkdóma.

 

Previous
Previous

Þeir ætluðu að drepa hana ömmu!

Next
Next

Tvö ný skip hefja siglingar á Þorlákshöfn eftir tvö ár.